Tungumál/Språk

 

 

 

 

Hvað er títt?

 

 

Kökuveisla 10 mars 2012

Kökuveisla verður haldin hjá honum Magga okkar þann 10 mars. Er þá ætlunin að allir hafi með sér köku og býst ég við að fjölbreytnin verði gífurleg. Þetta verður semsagt haldið með týpískum "knytkalas" hætti. Nóg verður til dundurs fyrir börnin svo barnapíuleysi er engin fyrirstaða og ekki gild afsökun fyrir fjarveru. Húsið oppnar að vanda klukkan 16:00 og er fólk beðið að mæta nokkuð stundvíslega. Þeir sem vita ekki hvar Maggi býr hafa greinilega misst af þónokkrum góðum samverustundum og eru því hvattir til að kynna sér þetta nánar með því að til dæmis hafa samband við Magga eða Guðmund formann (í síma 076-8687274 eða í tölvupósti á viking@icelink.se). Tilkynningarskylda er fyrir kökuveisluna eins og annað svo hægt sé að sinna skipulagi á góðan hátt.

 

 

Ekkert þorrablót í ár (2012).

 

Þar sem undirbúningur þorrablóts fór af stað mjög seint, voru ekki nógu margir sem höfðu áhuga eða gátu komið til að það væri þess virði að halda þorrablót.

Hinsvegar er þorrablót hjá Íslendingafélaginu í Kronoberg (Växjö og nágrenni) og er enn möguleiki á að bætast í hópinn hjá þeim. Hafið samband við viking@icelink.se strax ef áhugi er fyrir hendi.

 

 

 

Íslandskvöld og tónleikar með Friðrik Ómari og Jóhönnu Guðrúnu
í Göta Lejon – miðvikudaginn 30. mars 2011  kl. 20:30


Miðasala hafin!


Nú hefur verið opnað fyrir miðasölu á Íslandskvöldið og tónleika Friðriks Ómars og Jóhönnu Guðrúnar.

Við hvetjum þig til að tryggja þér og þínum miða á besta stað hið fyrsta!


Söngvararnir koma fram ásamt hljómsveit undir stjórn píanóleikarans Karls Olgeirs Olgeirssonar.

Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt og skemmtileg en víst er að enginn má láta þennan viðburð framhjá sér fara.

Miðaverð er 200 SEK. Miðasala fer fram á:

 http://www.ticnet.se/event/FridrikOmarochYohannabiljetter/GLFY0330

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og Rigg ehf. standa að viðburðinum en bakhjarlar eru m.a. Íslandsstofa, Icelandair og Ikea.

Fulltrúar frá Islandsresor, Island ProTravel og Islandia resor verða á staðnum og kynna ferðir til Íslands.


Allar nánari upplýsingar er að finna á
www.ticnet.se og www.fridrikomar.com
Sjá einnig myndband á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=9yUotzwRToI

 

 



 

 

5. feb 2011 - ÞORRABLÓT

 

Íslendingafélagið í Linköping er komið af stað með að undirbúa þorrablót Icelink sem haldið verður í Linköping 5.febrúar 2011. Þar sem atburður sem þessi krefst mikillar skipulagningar m.a. hvað varðar að panta ekta þorramat frá Íslandi þá viljum við að fólk sendi tölvupóst á viking@icelink.se sem fyrst eða fyrir 12.des 2010 til að skrá sig á þorrablótið. Ef þú og þínir hafa áhuga á að mæta á þorrablót 5. febrúar 2011 sendið þá tölvupóst með nafni, símanúmeri og fjölda fólks sem þið viljið skrá. Einnig er hægt að skrá sig með að hringja í Guðmund formann í síma 076-8687274 en tölvupóstur er betra. 

Okkur vantar hugmyndir að skemmtiatriði og fólk sem er til í að taka þátt í atriðinu. Sendið hugmyndir og áhugayfirlýsingar á viking@icelink.se

9. okt 2010 - Dagur pönnukökunar!


Laugardaginn 9 oktober klukkan 15.00 eru íslendingar og vandamenn þeirra í Linköping velkomnir í pönnukökuveislu félagsins. Þar sem veislan er í heimahúsi er staðsetning einungis send til félagsmanna í tölvupósti. Þar verður íslenska pönnukakan í hávegum höfð. Hugmyndin er að þeir sem geta, baki pönsur heima og taki með sér. Að sjálfsögðu verður bakað á staðnum líka, kaffi og aðrir áfengislausir drykkir í boði. Þeir sem vilja lyfta glasi eru einnig velkomnir með sína áfengu drykki.

Að sjálfsögðu viljum við vita hversu margir koma og hverjir geti bakað pönnsur. Tilkynnið þáttöku með því að senda tölvupóst til formanns.

 

4. sept 2010 - Fundur

 

Þá er kominn tími á að við höldum haustfund íslendingafélagsins. Tilgangur fundsins er að spjalla saman um haustið og veturinn, hvað okkur langar að gera saman og hvernig við eigum að fara að þvi. Ég vil gjarnan fá sendar hugmyndir sem fyrst sem ég svo tek upp á fundinum.
Það sem verður tekið upp á fundinum er:
1. Það sem við höfum gert hingaðtil, hvað er gott eins og það er og hvað við getum gert betur.
2. Nýtt væntanlegt samstarf við Studiefrämjandet.
3. Hugmyndir um hópstarfsemi innan félagsins, ferðalög, bókaklúbbur, tónlistarhópur ofl.
4. Hvað getum við gert fyrir börnin
5. Hvernig eigum við að vekja áhuga unglinganna, hvað vilja unglingarnir gera saman.
6. Peningamál, hvernig eigum við að halda félaginu gangandi fjárhagslega.
7. Þorrablót
8. Hugmyndir frá ykkur.
 
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Studiefrämjandet, í kjallara Platensgatan 25, laugardaginn 4. september kl 14:00 (ef breyting verður á dagsetningu eða tíma verður látið vita amk með viku fyrirvara). Inngangurinn er að aftanverðu og þar er einnig að finna gjaldfrjáls bílastæði. Ekið/gengið er inn um bogaopið á vinstri hluta byggingarinnar.
 

 

 

19. mars 2010 - Partý

 

Loksins, loksins verður haldið partý á vegum Íslendingafélagsins í Linköping. Nú er all þokkalega i kominn tími til að kynnast öllum hópnum.

Partýið verður haldið í stærra herberginu í Solhagagården í Ryd þann 19. mars 2010 og byrjar kl. 19:00 og mæli ég með því að menn mæti á þokkalega réttum tíma þannig að við höfum sem mestan tíma saman. Hver og einn tekur með sér það sem þeir ætla að drekka.

Solhagagården er í eigu Ett Aktivt Ryd sem er nýorðið samstarfsaðili okkar. Salinn leigjum við á 450kr og höfum aðgang að honum rétt fyrir 19:00 þangaðtil daginn eftir. Reglur salsins eru mjög einfaldar þ.e. "skilið honum eins og þið fenguð hann", sem ætti ekki að vera mikið mál.

 

 

 

24. jan 2010 - Fundur

 

Þann 24. janúar kl. 14:00 verður haldinn fyrsti fundur félagsmanna að Rydsvägen 120 C, efri hæð til vinstri. Þar verður farið yfir eftirfarandi atriði:

1. Kosin ný stjórn fyrir ár 2010

2. Farið yfir ákvæði/reglur (stadgar) félagsins og þær breytingar og betrumbætingar gerðar sem taldar eru þörf fyrir. Þegar það er klárt verða þær prentaðar út og vottaðar af 3 meðlimum nýrrar stjórnar.

3. Rætt um félagsgjald, upphæð, gjalddaga ofl.

4. Rætt um verkaskiptingu stjórnarmeðlima.

Þar sem enginn bankareikningur er til fyrir félagið verða engin félagsgjöld greidd þar til félagið er komið með bæði kennitölu og bankareikning. Þess vegna mun ekki vera farið yfir stöðu reiknings, bókhald og slíkt þar sem það er ekki til.

 

Boðið verður uppá kaffi, sætabrauð og vonandi sem besta stemmingu á meðan á fundi stendur og reynum við að hafa hann frekar í styttri kantinum þannig að sem flestir sjái sér fært að vera allann tímann.

 

Eins og áður var tekið fram verður fundurinn haldinn að Rydsvägen 120 C, efri hæð til vinstri. Þeir sem ekki hafa komið áður eða eiga í erfiðleikum með að rata í Ryd gæti fundist betra að skoða staðsetninguna á korti áður en þeir koma eða að reyna að rata eftir eftirfarandi lýsingu.

Á bíl:

Flestir, ef ekki allir vita hvar Vallarondellen er (Preem, OKQ8, McDonalds, Snoddas) . Þaðan er keyrt inn afleggjarann að Ryd og bensínstöðvunum, keyrt yfir gatnamótin með "hraðahindrununum", haldið áfram alla leið (ca 200m)að innkeyrslu/afleggjara þar sem stendur á hvítu skilti með rauðum stöfum "Graflunds; 94 - 150". Strax þegar beygt er inn þar er bílskúralengja vinstra megin þar sem stöðumælir/bílastæðasjálfssali stendur undir tré. Þetta er eini sjálfssalinn fyrir alla þessa innkeyrslu. Þegar greitt hefur verið í "stöðumælinn" er svo keyrt alla leið inn og lagt á bílastæðið vinstra megin. Rydsvägen 120 C er samt sem áður handan við hornið á bílskúrnum (116) við bílastæðið sem er hægra megin. Frekar flókið að rata enda hafa nánast allir sem hafa verið í Ryd einhverntíman villst þar.

Með strætó:

Takið leið 3 til Ryd Centrum, gangið þaðan inn Mårdtorpsgatan og þar sjáið þið vínrauðan leikskóla vinstra megin. Hinumegin við göngustíginn er frístandandi, mosagræn hjólageimsla og ef litið er yfir hana, er á svölunum ská fyrir ofan, íslenskur fáni. Þar er Rydsvägen 120 C og þar er fundurinn.

Ef þessar upplýsingar eru að einhverju leiti óskiljanlegar eða villandi er hægt að hafa samband við mig Guðmund "Viking" í síma 076-8687274.

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá

 

10. mars 2012

Kökuveisla

 

30. mars 2011

Íslandskvöld og tónleikar

á Göta Lejon

 

5. feb 2011

Þorrablót!!!

 

9. okt 2010

Pönnukökudagur

 

4.sept 2010

Fundur

 

19.mars 2010

Partý

kl. 19:00

Solhagagården, Ryd

 

24.jan 2010

Fundur 

kl. 14:00

Rydsvägen 120 C